Þorrablót 2010

Þorrablót 2010

Hið árlega þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum laugardaginn 6. febrúar.  Miðasala verður sama dag frá kl. 12 – 13.30, miðaverð er það sama og undanfarin ár eða kr. 3000.   Hægt er að panta borð fyrir hópa í síma 8941178, hjá Gunnu, eða senda tölvupóst á netfangið urd@simnet.is.

Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.00.

Húsið opnar svo aftur að skemmtidagskrá lokinni, ca. 23.30 fyrir þá sem vilja mæta á dansiballið J Hinir einu og sönnu GREIFAR munu spila fyrir dansi af alkunnri snilld.

Fyrriparturinn í ár er svohljóðandi :

Á þorragleði kýlum kvið

og kneyfum öl að vanda

Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn og þurfa botnar að hafa borist í Verslunina Urð fyrir kl.18 föstudaginn 5. febrúar undir dulnefni.

Hótel Norðurljós býður upp á þorrabakka og gistingu á sanngjörnu verði, sími þar er 465-1233 og netfang ebt@vortex.is.

Vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta og gleðjast með okkur J Nefndin.

Leave a Reply