01/5/13

Þorrablótið 2013

Hið árlega þorrablót Raufarhafnar verður haldið í

félagsheimilinu Hnitbjörg 2. febrúar 2013.

Stebbi Óskars og Hörður Þorgeirs

Hvernig væri að líta upp úr jólakortagerðinni og kökubakstrinum og ákveða að skella sér á funheitt þorrablót og hitting góðra félaga á hinni einu og sönnu Raufarhöfn?

Hljómsveitin Kokteill leikur fyrir dansi þar til þú getur ekki meir 😉  Miðaverð aðeins 4000 kr.

Þá er fyrriparturinn tilbúinn og hljómar svona:

þegar menn fara á þorrablót
er þrællinn jafnan sunginn.

Endilega fylgist með okkur… margt áríðandi, sem vert er að vita, kemur inn þegar nær dregur 🙂

Þorrablótsnefnd…….

Þorrablótið 2013 á Facebook

05/19/10

Sjómannadagurinn 2010

Sjómannaballið 2010 verður haldið í félagsheimilinu hnitbjörgum laugardaginn 05. júní og stendur frá kl. 24:00 til kl. 04:00.
Magni og hljómsveitin „Strákarnir í engum fötum” leika fyrir dansi á ekta stuðballi.

Aðgangseyrir er kr. 2.500

Stórdansleikur

Ballið er eins og alltaf til tekjuöflunar fyrir Björgunarsveitina.

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna 🙂

01/28/10

Þorrablót 2010

Þorrablót 2010

Hið árlega þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum laugardaginn 6. febrúar.  Miðasala verður sama dag frá kl. 12 – 13.30, miðaverð er það sama og undanfarin ár eða kr. 3000.   Hægt er að panta borð fyrir hópa í síma 8941178, hjá Gunnu, eða senda tölvupóst á netfangið urd@simnet.is.

Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.00.

Húsið opnar svo aftur að skemmtidagskrá lokinni, ca. 23.30 fyrir þá sem vilja mæta á dansiballið J Hinir einu og sönnu GREIFAR munu spila fyrir dansi af alkunnri snilld.

Fyrriparturinn í ár er svohljóðandi :

Á þorragleði kýlum kvið

og kneyfum öl að vanda

Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn og þurfa botnar að hafa borist í Verslunina Urð fyrir kl.18 föstudaginn 5. febrúar undir dulnefni.

Hótel Norðurljós býður upp á þorrabakka og gistingu á sanngjörnu verði, sími þar er 465-1233 og netfang ebt@vortex.is.

Vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta og gleðjast með okkur J Nefndin.

01/30/09

Þorrablót 2009

 

Nú er komið að því að blóta þorra.

 

Hið árlega þorrablót Raufarhafnarbúa verður haldið í

Félagsheimilinu Hnitbjörgum, laugardaginn 7. febrúar n.k.

 

Forsala miða verður sama dag frá kl. 12:00 – 13:00. 

Þá er einnig hægt að koma með diska og hnífapör til að

létta burðinn um kvöldið.

 

Húsið opnar svo kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30

Miðaverð er það sama og í fyrra, eða 3.000 kr.

 

Að skemmtidagskrá lokinni mun svo hljómsveitin Kokkteill sjá um að halda upp fjörinu fram á nótt.

 

Fyrriparturinn í ár er svohljóðandi:

 

Í logni hér um ljósa nótt

langt í norðri sólin skín

 

Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn og þurfa botnar að hafa borist í Verslunina Urð fyrir kl. 18:00 föstudaginn

6. febrúar og að sjálfsögðu undir dulnefni.

 

Hér er svo annar fyrripartur sem hægt er að glíma við, en engin verðlaun eru í boði fyrir þann botn:

 

Drekkum snafs og dönsum ræl

drabbað er á Þorra

 

Komum og skemmtum okkur saman

við að rifja upp atburði liðins árs !!

 

Athugið að Hótel Norðurljós býður upp á

þorrabakka og gistingu á sanngjörnu verði.

 


Nefndin