Þorrablót 2009

 

Nú er komið að því að blóta þorra.

 

Hið árlega þorrablót Raufarhafnarbúa verður haldið í

Félagsheimilinu Hnitbjörgum, laugardaginn 7. febrúar n.k.

 

Forsala miða verður sama dag frá kl. 12:00 – 13:00. 

Þá er einnig hægt að koma með diska og hnífapör til að

létta burðinn um kvöldið.

 

Húsið opnar svo kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30

Miðaverð er það sama og í fyrra, eða 3.000 kr.

 

Að skemmtidagskrá lokinni mun svo hljómsveitin Kokkteill sjá um að halda upp fjörinu fram á nótt.

 

Fyrriparturinn í ár er svohljóðandi:

 

Í logni hér um ljósa nótt

langt í norðri sólin skín

 

Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn og þurfa botnar að hafa borist í Verslunina Urð fyrir kl. 18:00 föstudaginn

6. febrúar og að sjálfsögðu undir dulnefni.

 

Hér er svo annar fyrripartur sem hægt er að glíma við, en engin verðlaun eru í boði fyrir þann botn:

 

Drekkum snafs og dönsum ræl

drabbað er á Þorra

 

Komum og skemmtum okkur saman

við að rifja upp atburði liðins árs !!

 

Athugið að Hótel Norðurljós býður upp á

þorrabakka og gistingu á sanngjörnu verði.

 


Nefndin

Leave a Reply