Kokkteill 20 ára!

Kæru félagar

Þá er komið að því að Raufarhafnarhljómsveitin Kokkteill slái í gegn í Reykjavík.
Í tilefni að því að þessi lífseiga hljómsveit er búin að skemmta Raufarhafnarbúum í rúm 20 ár ætla þeir að halda afmælistónleika og svo að sjálfsögðu ekta Raufarhafnardansleik á eftir.

Tónleikarnir eru n.k Laugardagskvöld 31 október í norðursalnum á Broadway og hefjast kl 21:00 Og strax á eftir eða kl 23:00 hefst ballið og þá verður spilað fram á rauða nótt. Og miðaverð er einungis 1800 kr og gildir miðinn að sjálfsögðu á báða viðburðina.

Á þessum 20 árum hafa ýmsir spilað og sungið með hljómsveitinni Kokkteil og var þeim öllum boðið að koma og spila á tónleikunum og þáðu flestir boðið,en á dansleiknum mun Kjarnahljómsveitin spila.

Vonandi sjáumst við sem flest núverandi og fyrrverandi Raufarhafnarbúar og nærsveitarmenn og skemmtum okkur vel saman á þessum einstaka viðburði.

Leave a Reply