02/16/12

Vöfflukaffi Raufarhafnarfélagsins

“Vöfflukaffi” Raufarhafnarfélagsins verður haldið í sal eldri borgara Kópavogi, Gullsmára 11-13 í Kópavogi 19 . Febrúar n.k.(KONUDAGINN) kl.15:00-17:00.
Nú er kjörið tækifæri fyrir herrana að bjóða konunum í gott kaffi,(tertur og brauðtertur), sem hvergi fæst ódýrara.

67 ára og eldri frítt.

10-66 ára 1.500 kr.

Ath. Breytt staðsetning Kópavogur.

11/15/11

Orðsending frá sóknarnefnd Raufarhafnarkirkjugarðs

Miklar endurbætur hafa verið gerðar í rafmagnsmálum í kirkjugarði Raufarhafnar.

Ekki verður hægt að notast við gömlu tenglana á ljósakrossana. Því verður að kaupa nýja kló og snúru.

Sóknarnefnd hefur gert samning við Óskar í áhaldahúsinu um að selja og afhenda nýjar klær.

Verð á kló er 3.300 kr.

Greiðsla verður að fara í gegnum banka og framvísa verður kvittun til að fá klærnar afhentar.

Banka og reikningsnúmer 1129-05-406269 kennitala kirkjugarðs 530269-3459.

Athugið!!

Endilega látið vini og vandamenn vita af þessum breytingum.

Sóknarnefnd Raufarhafnarkirkju

05/19/10

Sjómannadagurinn 2010

Sjómannaballið 2010 verður haldið í félagsheimilinu hnitbjörgum laugardaginn 05. júní og stendur frá kl. 24:00 til kl. 04:00.
Magni og hljómsveitin „Strákarnir í engum fötum” leika fyrir dansi á ekta stuðballi.

Aðgangseyrir er kr. 2.500

Stórdansleikur

Ballið er eins og alltaf til tekjuöflunar fyrir Björgunarsveitina.

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna 🙂

01/28/10

Þorrablót 2010

Þorrablót 2010

Hið árlega þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum laugardaginn 6. febrúar.  Miðasala verður sama dag frá kl. 12 – 13.30, miðaverð er það sama og undanfarin ár eða kr. 3000.   Hægt er að panta borð fyrir hópa í síma 8941178, hjá Gunnu, eða senda tölvupóst á netfangið urd@simnet.is.

Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.00.

Húsið opnar svo aftur að skemmtidagskrá lokinni, ca. 23.30 fyrir þá sem vilja mæta á dansiballið J Hinir einu og sönnu GREIFAR munu spila fyrir dansi af alkunnri snilld.

Fyrriparturinn í ár er svohljóðandi :

Á þorragleði kýlum kvið

og kneyfum öl að vanda

Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn og þurfa botnar að hafa borist í Verslunina Urð fyrir kl.18 föstudaginn 5. febrúar undir dulnefni.

Hótel Norðurljós býður upp á þorrabakka og gistingu á sanngjörnu verði, sími þar er 465-1233 og netfang ebt@vortex.is.

Vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta og gleðjast með okkur J Nefndin.

12/20/09

Jólatrésskemmtun Raufarhafnarfélagsins



Jóla, jóla, jóla…..

Jólatrésskemmtun félagsins verðun haldin í Húnabúð, Skeifunni 11 ,27.desember 2009
frá kl 14:00 – 16:00.

Aðgangseyrir er kr 5oo fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börnin okkar yngri en 16 ára.

Um leið og við þökkum samfylgdina á liðnu ári óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Stjórnin.

Vinsamlega ath.
Ekki er hægt að greiða aðgangseyrir á jólaballið með greiðslukortum, svo munið að renna við í hraðbankanum.