Miklar endurbætur hafa verið gerðar í rafmagnsmálum í kirkjugarði Raufarhafnar.
Ekki verður hægt að notast við gömlu tenglana á ljósakrossana. Því verður að kaupa nýja kló og snúru.
Sóknarnefnd hefur gert samning við Óskar í áhaldahúsinu um að selja og afhenda nýjar klær.
Verð á kló er 3.300 kr.
Greiðsla verður að fara í gegnum banka og framvísa verður kvittun til að fá klærnar afhentar.
Banka og reikningsnúmer 1129-05-406269 kennitala kirkjugarðs 530269-3459.
Athugið!!
Endilega látið vini og vandamenn vita af þessum breytingum.
Sóknarnefnd Raufarhafnarkirkju