Gestabók

Endilega kvittið í gestabókina 🙂

23 thoughts on “Gestabók

 1. Ég sakna þín þú fallega Raufarhöfn lengi lifi Guðastaðurin Raufarhöfn.

 2. Það er flott hjá þér félagi Jóndi að setja inn allar þessar fréttir og auðvita myndirnar
  Eina sem er að að þegar maður byrjar að skoða gerir maður ekki annað þann daginn

 3. Sælt veri fólkið,

  Það er búið að veita mér margar ánægjustundir að fara í gegnum gamla myndir og ekki síður blaðaúrklippurnar.
  Jóndi á heiður skilinn fyrir þetta góða framtak.

  Kveðja,
  Pétur.

 4. Sælt veri fólkið.
  Var að finna mjög athyglisverða grein um upphaf Raufarhafnar er birtist í tímaritinu Lögberg 1943. Er í gömlum fréttum.

 5. gott framtak. Rakst á síðuna af tilviljun gamlar minningar dúkka upp..

  Bjó hjá jónsa og allíu á hliðskjálfi sumartímana. 1956 til 64 með bilum.

  snævar

 6. Þessi síða er raunverulegt gull. Sá myndir hjá Jónasi á Fésbók og þær voru ekkert nema hamingjan!

 7. Ágætu Raufarhafnarbúar !!
  Mikið er þetta glæsileg síða – og ekki síður merkileg því hér er brunnur af sagnfræðilegu efni.

  Til stjórnar Raufarhafnarfélags – bestu þakkir fyrir ykkar góða starf.

  Mitt fólk fyrir norðan: Guðmundur Lúðvíksson, lést 2006.
  Ég ólst ekki upp þar – en kom þar á sumrin að hitta pabba minn, stjúpu, systkin og alveg ,,helling” af ættingjum. Komandi úr því eðla plássi – þar sem töluð er danska á sunnudögum og allt svo dannað, Stykkishólmi – þá var svo ferskur blær yfir öllu fyrir norðan.
  Þegar ég hef verið að skoða mynda-albúmin – þá finnst mér eitthvað svo mikið ,,pönk” í mannlífinu þarna.

  Langar að óska ykkur gleðilegra jóla og enn og aftur – til hamingju með þessa flottu síðu.

 8. Mér þykir alltaf óskaplega vænt um Raufarhöfn og á margar góðar minningar þaðan.

 9. Okkur Öldu langar að vita hvort þarf að skrá sig formlega í félagið til að taka þátt í viðburðum þess?

  Kveðja, Alda og Bjarni

 10. Þessi síða hefur veitt mér margar ánægjustundir, kærar þakkir Jónas Hreinsson og þið hin sem hafið komið að því verki. Myndin hér að ofan af höfninni er aldeilis frábær og falleg.
  Vildi gjarnan að þeir sem deila inn myndum, væru duglegri við að setja nöfn við þær og þá á ég við FULLT NAFN !
  Þegar tímar líða þá veit enginn hver Jóna Jóns er …….

  Sé ykkur í Raufarhafnarkaffinu á konudaginn !
  Kveðja,
  Ragnheiður Hjaltadóttir

 11. Níels Árni Lund says:
  Your comment is awaiting moderation.
  7. March 2013 at 20:16
  Sælt veri ágætt Raufarhafnarfólk – veit ekkert hvort þetta kemst til skila á Raufarhöfn.net
  Vil samt reyna að leita til ykkar með smá aðstoð. Er að vinna að ritverki um Melrakkasléttu og Raufarhöfn sem stefnir í 3 bindi þar sem sögu Raufarhafanar verður gerð skil eftir því sem ég og aðrir sem lagt hafa lið, geta gert. Kominn með 2-300 síður og ágæt beinagrind.
  Hefði gjarnan viljað fá smávegis krydd í þennan rétt og veit að eitthvert ykkar á eða veit um eitthvað gott. Eigi þið ekki sjálf – eða úr fórum afa ykkar og ömmu – eða öðrum t.d. ljóð – vísur – frásögn – sögu – tilsvör eða minningar af einhverju sem mætti koma í sögu Raufarhafnar og myndi bera vitni um það góða fólk sem þar var og er – eitthvað sem mætti birta liðnum sem lifandi til heiðurs. Nú bið ég ykkur að lyfta loki á kistlum og skattholum, leita undir teppum og inni í skápum – opna möppur og önnur gósenlönd gamalla hluta. Ef þið finnið eitthvað væri ég afarþakklátur ef þið senduð það á Lund@simnet, þetta má skanna og senda í pdf skjali eða hvernig sem er. Þá má alltaf hringa í mig – 5552227 og 8935052.
  Er hreinlega sokkinn í skrif og gamla tíma og vil gera þetta eins vel og mér er unnt. Ekkert skrifa ég þó að viti nema hafa eitthvað efni.

  Með kærri kveðju, Níels Árni Lund.

 12. Til hamingju með Íbúaþingið.
  Ein tillaga: Það á að fara með beinagrindina af stóra steipireyðnum – 30 metra – sem verið er að hreinsa og setja hana upp í mjölskemmunni á Raufarhöfn. Í sumar kom fram í fréttum að hvergi væri húsnæði fyrir þetta ferlíki að finna en þarna gæti það kallað á ferðamenn. Þess virði að skoða málið!!!

Leave a Reply