10/27/09

Kokkteill 20 ára!

Kæru félagar

Þá er komið að því að Raufarhafnarhljómsveitin Kokkteill slái í gegn í Reykjavík.
Í tilefni að því að þessi lífseiga hljómsveit er búin að skemmta Raufarhafnarbúum í rúm 20 ár ætla þeir að halda afmælistónleika og svo að sjálfsögðu ekta Raufarhafnardansleik á eftir.

Tónleikarnir eru n.k Laugardagskvöld 31 október í norðursalnum á Broadway og hefjast kl 21:00 Og strax á eftir eða kl 23:00 hefst ballið og þá verður spilað fram á rauða nótt. Og miðaverð er einungis 1800 kr og gildir miðinn að sjálfsögðu á báða viðburðina.

Á þessum 20 árum hafa ýmsir spilað og sungið með hljómsveitinni Kokkteil og var þeim öllum boðið að koma og spila á tónleikunum og þáðu flestir boðið,en á dansleiknum mun Kjarnahljómsveitin spila.

Vonandi sjáumst við sem flest núverandi og fyrrverandi Raufarhafnarbúar og nærsveitarmenn og skemmtum okkur vel saman á þessum einstaka viðburði.

02/17/09

Vöfflukaffi Raufarhafnarfélagsins

“Vöfflukaffi” Raufarhafnarfélagsins verður haldið í sal Húnvetningafélagsins, 22. febrúar n.k.(KONUDAGINN) kl.15:00-17:00.  Nú er kjörið tækifæri fyrir herrana að bjóða konunum í gott kaffi,(tertur og brauðtertur), sem hvergi fæst ódýrara.

67 ára  og eldri frítt.

10-66 ára 500 kr

01/30/09

Þorrablót 2009

 

Nú er komið að því að blóta þorra.

 

Hið árlega þorrablót Raufarhafnarbúa verður haldið í

Félagsheimilinu Hnitbjörgum, laugardaginn 7. febrúar n.k.

 

Forsala miða verður sama dag frá kl. 12:00 – 13:00. 

Þá er einnig hægt að koma með diska og hnífapör til að

létta burðinn um kvöldið.

 

Húsið opnar svo kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30

Miðaverð er það sama og í fyrra, eða 3.000 kr.

 

Að skemmtidagskrá lokinni mun svo hljómsveitin Kokkteill sjá um að halda upp fjörinu fram á nótt.

 

Fyrriparturinn í ár er svohljóðandi:

 

Í logni hér um ljósa nótt

langt í norðri sólin skín

 

Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn og þurfa botnar að hafa borist í Verslunina Urð fyrir kl. 18:00 föstudaginn

6. febrúar og að sjálfsögðu undir dulnefni.

 

Hér er svo annar fyrripartur sem hægt er að glíma við, en engin verðlaun eru í boði fyrir þann botn:

 

Drekkum snafs og dönsum ræl

drabbað er á Þorra

 

Komum og skemmtum okkur saman

við að rifja upp atburði liðins árs !!

 

Athugið að Hótel Norðurljós býður upp á

þorrabakka og gistingu á sanngjörnu verði.

 


Nefndin

01/7/09

Komið þið öll sæl og blessuð ;o)

Þorrablótsnefndin á Raufarhöfn vill koma þeim upplýsingum á framfæri að Þorrablótið 2009 verður haldið laugardaginn 7. febrúar í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Hljómsveitin Kokteill mun að sjálfsögðu leika fyrir dansi 🙂 Nú er mikilvægt fyrir ykkur öll að taka daginn frá…
Sjáumst..

12/2/08

Jólatrésskemmtun Raufarhafnarfélagsins

Jóla, jóla, jóla…..

Jólatrésskemmtun félagsins verðun haldin í Húnabúð, Skeifunni 11 ,27.desember 2008

frá kl 15:00 – 17:00.
Aðgangseyrir er kr 5oo fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börnin okkar yngri en 16 ára.
Um leið og við þökkum samfylgdina á liðnu ári óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Stjórnin.

Vinsamlega ath.
Ekki er hægt að greiða aðgangseyrir á jólaballið með greiðslukortum, svo munið að renna við í hraðbankanum.

11/28/08

Útgáfutónleikar Bjarna Ómars á Players!

Á tónleikunum mun Bjarni Ómar leika lög af nýútkominn sólóplötu sinni “Fyrirheit” ásamt Stefáni Jónssyni píanóleikara.

Tónleikarnir eru á laugardagskvöldið 29.11. 2008, og hefjast stundvíslega klukkan 20:30.

500 kall inn.

Tilboð fyrir tónleikagesti á barnum.

Diskurinn á staðnum, áritun og allt.

kv.
Valli